Erfið nótt og fleira.

Það var virkilega erfið nótt í nótt sem leið, aðfaranótt þriðjudags, hann Davíð okkar var nú alls ekkert á þeim buxunum að fara að sofa. Nei okkur til mikillar gleði, (eða þannig) var hann nú bara með pirring og læti í nótt og varð að sofa uppí hjá okkur. Hann byrjaði á því að æla þegar ég ætlaði að setja hann í  rúmið um ellefu leitið eftir að hafa reynt að láta hann fara að sofa að hans eigin beiðni um átta leitið. Vaknaði hann svo annað veifið í nótt og var með uppsteit en var í þann veginn að sofna þegar ég átti að fara í vinnuna svo að ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að hreyfa mig, teygði mig bara í gemsann og smsaði að mér seinkaði.

Ég (Nóni) er með mjólkursykursóþol, fæ heiftarlega í magann þegar ég fæ mér mjólk, skyr eða rjóma, þeir sem mig þekkja vita að þetta er auðvitað herfilegt fyrir mig vegna þess að mér finnst rjómi hreint ekkert sem verstur. Ég er búinn að vita þetta núna í rúma viku og hef ekkert fundið til í maganum, þetta er sennilega nýtt met síðan ég var úti í Danmörku, þá fékk ég frekar litla mjólk og lítinn rjóma en þeim mun meiri BJÓÓÓÓÓR. Þetta uppgötvaðist þegar ég fór til ofnæmislæknis og hann gerði allskyns próf á mér, það var ekki nokkur leið að ég fyndi þetta út sjálfur vegna þess að ég varð ekki alltaf slæmur svo skrítið sem það er. Fékk meira að segja ekkert í magann þegar ég drakk heilt glas af uppleystum mjólkursykri í prófinu, lækninum þótti það frekar skrítið. Nú er ég sæll og glaður og líður vel í maganum.

Kv. Nóni


Nýtt blog, eða blogg?

Hér ætla ég að skrifa eitthvað skemmtilegt um fjölskylduna vegna þess að ég veit að fólk sem þekkir mig vill ekkert endilega lesa um SAABUllandi  Skrítið.

Hann Kristinn er með einhverja flensu núna og kom uppí í nótt um hálf fjögur leitið sjóðandi heitur og með hálsbólgu. Hann er frekar fúll yfir að vera heima og komast ekki á leikskólann. Bryndís er komin með svolitla bollu og okkur strákunum þykir voða gaman að koma við hana og skoða, Davíð er alltaf að klappa henni og eitthvað að benda, það er engu líkara en að hann viti hvað gengur á. Annars gengur Bryndísi bara vel í skólanum og ekkert bendir til annars en að það verði svoleiðis í vor líka. Okkur strákana langar að fara norður í land um páskana og vonandi verður snjór ennþá svo að við getum farið upp í fjall og rennt okkur niður, svo er auðvitað hægt að fara á skíði á Sigló og Króknum.

Maja frænka er í heimsókn hjá mömmu og leit inn um daginn, alltaf hressandi að hitta hana. Hún fékk þó nett áfall þegar hún frétti af Jónatan vini sínum á gjörgæslu vegna hjartaáfalls, hann er nú á batavegi og er kominn af gjörgæslu.

Svo er það hann Svabbi bróðir, hann er bara að meika það og Clementine með Hraun er spilað á Rás 2 í það minnsta annan hvern dag sem er frábært, ekki skrítið vegna þess að hér er frábært lag á ferð.

Villi er að leika í söngleik þessa dagana og skemmtir sér vel við það auk þess sem hann er á fullu í Bónus um helgar að vinna við að fylla á.

 Skrifa meira seinna, Nóni


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband