Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Það væri nú aldeilis flott að fara að skrifa eitthvað hérna!!

Ég er að spá í að hripa eitthvað niður í vördskjal og þvæla því hér inn á næstu dögum.

Kv. Nóni


Brúðkaupsafmæli

Í dag eigum við eins árs brúðkaupsafmæli, ekkert smá hvað tíminn er fljótur að líða mér finnst ekki vera svona langt síðan allt þetta umstang var. En árið hefur verið gott fyrir hjónin og verða vonandi enn betri eftir því sem þau verða fleiri, ekki að þau hafi verið eitthvað fá hingað til, við giftum okkur þegar við vorum búin að vera saman í 10 ár þannig að nú eru þau orðin 11, já held að það sé bara nokkuð gott á nútíma mælikvarða. Nú sit ég bara og bíð spennt eftir að Nóni komi heim, búinn að vera að vinna á Höfn í viku og nú er bara spurning hvort það verði flogið á eftir svo hann komist heim í allt stuðið hér.

Vöknuðum á Hótel Borg í fyrra við 17.júní hátíðarhöld á Austurvelli ( ég hafði greinilega ekki alveg hugsað þetta atriði til enda) en það var allt í lagi og þá var ekkert annað að gera en drífa sig heim og kíkja með krakkana á hátíðarhöldin hér heima. Það er nú alltaf stuð hér í Kópavogi á þeim degi, sýnist að það stefni meira að segja í að það verði fínasta veður, þá er kannski bara að skella sér út á Rútstún og samgleðjast með hinum kópavogsbúunum og aldrei að vita nema að Herra Gunnari og fleiri skemmtilegum karakterum bregði fyrir.

kveðja Bryndís

 


Styttist í sumarfrí

Já stundum að þá lufsast ég til að kvitta í gestabækur á síðum sem ég heimsæki, þá finnst mér ég svolítið lummó að hafa enga síðu til að benda á, þar sem flest allir virðast hafa svoleiðis, þannig að ég bendi stundum á þessa. Það er samt ekkert gaman þegar er bara sett eitthvað hérna inn á 6 mánaða fresti svo ég ákvað að setja kannski inn eina, tvær myndir og blaðra eitthvað. Það er bara búið að vera ofsalega skemmtilegt vor hjá okkur og nú bíðum við bara eftir því að byrja í sumarfríi. Held samt að Nóni ætli að byrja í næstu viku til að halda áfram með þessar framkvæmdir sem við erum byrjuð á, veitir nú ekki af að fara að drífa sig svolítið svo að þetta verði nú búið fyrir veturinn Wink Það er svona ýmislegt á dagskrá fyrir sumarfríið en við ætlum að halda okkur innanlands í sumar, finnst við vera búin að þvælast nóg um heiminn nú síðustu mánuði. Vorum í París um daginn með Píu og Ása, við Pía vorum í þrítugs afmælisferð og buðum köllunum með, þetta var alveg yndisleg ferð en samt skrítið að vera svona lengi í burtu frá krökkunum.

kveðja

Bryndís


Skemmtileg ferð til London

Það er ekki hægt annað en að samgleðjast þeim Hraunurum því að það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að spila fyrir nöfn í bransanum og svo ekki sé talað um fyrir sjónvarp í Bretlandi.  Diskurinn þeirra "I can´t believe it´s not happieness" sem er til sölu í öllum betri hljómplötubúðum er líka að mínu mati sannkallað meistaraverk svo að maður sé nú bara hógvær. Eins og flestir vita þá er hann Svavar Knútur minn yngri bróðir svo að ætla mætti að ég væri svolítið hlutdrægur en því fer fjarri, enda er ég með eindæmum réttsýnn og sanngjarn maður að upplagi. Diskur sem á erindi inn á hvert heimili án efa. Ég er ekki hissa á að þetta lag Ástarsaga úr fjöllunum skuli komast í úrslit í svona keppni, fyrst þegar ég heyrði það hitti það mig gersamlega í hjartað, það er ekki svoleiðis með öll lögin þeirra í Hraun nei aldeilis ekki. sum þeirra hafa þurft smá spilun áður en ég hef farið að fíla þau og svo eru auðvitað kannski einhver sem hreinlega hitta ekki í mann (það eru reyndar undantekningar).  Það sem einkennir hljómsveitina Hraun fremur en annað að mínu mati er gleðin sem skín af þeim í hvívetna þegar þeir koma fram, það skemmir þó ekki fyrir því er þeir gera heiðarlegar tilraunir til að vekja hjá manni geðshræringu með textagerð sinni. Á tónleikum sem þeir halda fyrir dygga aðdáendur sína hér og hvar um bæinn er yfirleitt byrjað á alvarlegu nótunum og góðu taki náð á áheyrendum en síðan er gefið í með harðri pönkrokkgleði einhverju sem maður hreinlega hefur ekkert mótstöðuafl í líkamanum til að standast, maður fer bara að dansa af gleði og geðshræringu.

Þessir heiðursmenn spiluðu í brúkaupinu okkar Bryndísar þann 16. júní síðastliðinn við mikinn fögnuð viðstaddra og var dansað fram á nótt.

Jón Geir, Svavar Knútur, Loftur, Gummi, Hjalti og Gunni, kærar þakkir fyrir okkur öll, þið stóðuð ykkur vel í London eins og við var að búast.

 

Kv. Nóni og fjölskylda.


mbl.is Góð ferð Hrauns en þó ekki til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í London með Hraun!

Það var nú aldeilis kominn tími á að við skelltum okkur til London, það var nú ekki verra að hafa ástæðu eins og þá að hljómsveitin Hraun spilaði í keppni "The next big thing 2007" hjá BBC. Þeir lentu eins og margir vita í topp 5 og var flogið út til London til að taka þátt í lokahlutanum þar sem þeir spiluðu fyrir framan myndavélar og dómara sunnudaginn 9. des. Við fórum með út sem sérlegir aðdáendur og stuðningsfólk, ég (Nóni) Bryndís og Kristinn, einnig voru þarna Villi bróðir, Dagbjört dóttir Svabba og Helga Sif sem er vinkona hans og kærastan hans Lofts bassaleikara. 

Þarna spiluðu 5 mjög frambærilegar hljómsveitir og var mjög gaman að hlusta á Hraun, Mayu McCallum og Yunasi. Vrelo og Jeremy voru aðeins minna í uppáhaldi hjá mér.

Í London var æðislega gaman og forvitnilegt að koma loks til, upplifa bresku íhaldssemina og alla þá miklu menningu sem London býr yfir verandi ein af stórborgum heimsins. Þegar ég segi menning er ég ekki að tala um einhverja listviðburði eða sýningar, nei ég er að tala um eigilega merkingu þess orðs eins og þá sem menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur lagt til að menning sé skilgreind sem:  (fengið hjá wikipedia)  „... samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp. Listir og bókmenntir teljast til menningar, en einnig lífsstíll, sambúðarform, mannleg gildi, hefðir og skoðanir.“

Þetta ferðalag var í alla staði hið skemmtilegasta, við flugum út á föstudag og hittum Villa bróður sem gisti á sama hóteli og við og eyddi með okkur helginni, fórum í bæinn á laugardag og skoðuðum heilan helling, aftur í bæinn á sunnudag þangað til að keppnin hófst um nónbil þá fórum við í stúdíóið hjá BBC í Maida Vale sem er sögufrægt að því er þeir segja þarna í London. Mánudagurinn fór svo í heimferðina og var það ótrúleg ánægja hjá okkur Bryndísi og Kristni að hitta aftur Davíð og Stellu sem höfðu beðið okkar hér heima með ömmu Siffu annars vegar og Auði og Hemma hins vegar, Vala kom einnig við sögu og kunnum við þeim hinar bestu þakkir fyrir. Vonandi eignast þau börn einn daginn (nema mammaLoL) sem verða jafn yndisleg og okkar og þá getum við launað þeim greiðsemina. Það var lygilega erfitt að skilja þessa engla eftir svona langan tíma, alvega 3 dagaCrying.  Nú hef ég farið til Parísar, New York og London, nú þarf ég bara að komast á Kópasker og Trékyllisvík.

Nú líður að jólum og fólk er svona aðeins að undirbúa sig undir þau, sérstaklega yngra fólkið hér á bænum, það er alveg á hreinu hvenær fyrsti jólasveinninn kemur í bæinn (það er sko í kvöld). Það er búið að baka smákökur og skreyta smá og nú þarf bara að fara að skrifa jólakort og svoleiðis og þá kemst maður í jólaskapið og getur farið að kaupa gjafir og dreyma um fallega pakkaWink og góðan mat.  Þetta er þó fyrst og fremst tími barnanna en ég sjálfur er orðinn miklu næmari fyrir jólunum og kemst í meira jólaskap en áður eftir að ég fékk öll þessi börn, ég einhvern veginn upplifi þetta í gegn um þau. Gleðin er svo hrein, tilhlökkunin er ekta líka og ákefðin sem einu sinni ólgaði inni í manni sjálfum er allt í einu komin líka.

Jæja, kannski eru ekkert margir að lesa þetta þvaður þannig að ég eyði ekkert meiri tíma í það núna.

 

Jólakveðja, Nóni og fjölskylda.


Úúúúúpppsss.......

Í síðustu færslu talaði ég um að stutt væri í afmæli Davíðs og það var það, mjög stutt, ekki nema einn mánuður eða svo. Hann hefur allavega verið fljótur að líða sá tími sem farið hefur síðan þá, Davíð hélt afmælisveislu, jólin komu, áramótin (þetta vita nú allir), ég sjálfur hélt upp á afmælið mitt, svo skrapp ég til USA, svo hélt Kristinn afmælisveislu.  Það hefði nú verið gaman að buna einhverju af þessu hér inn fyrir fólka að lesa, en hvað um það?  Bryndís á bráðum afmæli og þá verður nú áreiðanlega eitthvað skemmtilegt gert ef ég þekki mína rétt. 

Bryndís er á fullu í skólanum og að skrifa lokaritgerð þannig að það er nóg að gera á þessu heimili.

Kristni gengur annars vel í skólanum og er orðinn nokkurn veginn læs og gaman að hlusta á hann lesa á hvað sem fyrir augum verður. Hann er líka byrjaður í fimleikum hjá Gerplu, Nóni og Bryndís eru líka byrjuð í ræktinni og það gengur bara nokkuð vel.

Davíð er svakalega ánægður í leikskólanum og gerir æfingar með pabba sínum heima í stofu, étur allt sem tönn á festir og þekkist á perunni. Hann talar líka og talar svo mikið reyndar að maður veðrur stundum að reyna að leiða hann af þeirri braut til að fara að hugsa um eitthvað annað.

Stella er komin með fjórar tennur og gnístir þeim svo maður fær hroll af, hún er nú farin að fá allskyns mat með okkur og er hin ánægðasta með það.  Hún er líka byrjuð að skríða og gerir það með aðra löppina fram og hina aftur sem er mjög fyndið.

Meira seinna, Nóni


Skírn

Jæja þá er búið að skíra prinsessuna og var það gert í Digraneskirkju, svo var voða fín veisla í Hafnarfirðinum á eftir og kom alveg fullt af fólki. Stellan var nú ekkert á því að halda öllu þessu fólki selskap og svaf bara alla veisluna. Bræðurnir voru alveg voða duglegir og stiltir og Davíð svaf alla messuna og var svo eldhress í veislunni. Svo er bara mánuður í að hann verði 2 ára þá verður nú aldeilis stuð. Ekkert meira merkilegt að gerast hér

Kveðja Bryndís


Kannski að skella inn einni mynd af prinsessunni

c_documents_and_settings_user_desktop_my_pictures_agust_06_agust_06_068.jpg

Stella


ekkert að gerast hérna?

c_documents_and_settings_user_desktop_my_pictures_agust_06_agust_06_123.jpg

Jú jú hér er sko allt á fullu, strákarnir byrjaðir í skólanum voða gaman hjá þeim. Litli stubbur varð nú fyrir smá óhappi og er í gifsi upp á olnboga á hægri, hann klemmdi sig svo illa að hann þurfti að fara í spelku en brotnaði nú ekki, sem betur fer. Æ hann er voða stirðbusalegur svona með aðrahöndina alltaf út til hliðar að verja hana, en hann þarf nú ekki að vera með þetta lengi. Svo fer skólinn hjá mér bara að byrja og þá verður nú aldeilis nóg að gera hér, stundum finnst manni að það sé bara engin laus stund nema helst um miðja nótt. Læt fylgja með eina mynd af jaxlinum eins og sjá má er hann nokkuð mæðulegur með þetta.

kv Bryndís


Nýr fjölskyldumeðlimur

Loksins loksins........það er fædd prinsessa og hún hefur fengið nafnið Stella. Stella var bara nokkuð stór eða 16 merkur og 53 cm. og hress með afbrigðum. Það sést líka langar leiðir að hún verður myndarlega með eindæmum og falleg í vextinum, rólyndis stúlka sem er þó ákveðin og virðist vita hvað hún vill.  Mér sýnist hún líka ætla að verða pabbastelpa því að henni líkar vel að láta pabba sinn halda á sér ef að eitthvað amar að. Vona nú samt að hún komi til með að líkjast mömmu sinni, hún er nefnilega svo svakalega falleg, henni heilsast líka mjög vel, reyndar betur en í hin 2 skiftin og er það vel.Eins og flestir sem okkur þekkja vita að þá á Stella sér 2 eldri bræður og sá eldri breyttist nú ekki mikið þegar hún fæddist en ég get sagt ykkur í hreinskilni að sá yngri hann Davíð minn hann stækkaði um heilan helling við að fá litla systur. Það er allt í einu orðið stórmál að skifta á honum, hann hefur þyngst helling og honum finnst sennilega eitthvað leiðinlegra að láta skifta á sér heldur en áður því að hann er úti um allt. Þetta er svolítið skondið þegar að manns eigin afturendi er orðinn númer 3 í röðinni á morgnanna, ég á við að maður er búinn að þrífa og þurrka 2 rassa áður en maður fær að fara á klósettið sjálfur. Skemmtilegt. Hann Davíð verður 20 mánaða á morgun 13 júlí og er þetta búið að vera ótrúlega fljótt að líða, Kristinn er eins og allir vita 6 ára síðan í mars. Davíð talar og talar og það er virkilega gaman að heyra heilu setningarnar koma hjá honum eins og “vittidi meda” sem þýðir “vil ekki meðal”. Kristinn er farinn að geta lesið stutt orð og aðeins lengri orð líka og honum fer greinilega fram sem er líka mjög gaman.Ég sjálfur er allur að koma til í öxlinni sem var tekin í klössun um miðjan júní, skrapað af 2 beinum og eitthvað lagað eftir gamalt hnjask, nú er ég byrjaður í sjúkraþjálfun sem felst mest í því að sjúkraþjálfarinn lætur mig hafa æfingaprógram sem ég á sjálfur að fara eftir og get meira og minna gert þetta hér heima. Þetta mun taka einhverja mánuði áður en það verður fullgott. Ömmurnar Siffa og Edda eru líka að springa úr monti og tilhlökkun yfir því að vera búnar að fá nýja ömmustelpu sem þær geta byrjað að spilla. Auðvitað eru langömmurnar líka að springa úr monti en þær hinar eru svona nær og meira hérna hjá okkur. Okkur langar rosa mikið til að skreppa til Danmerkur í afmæli Svenna frænda og Önnu frænku en hún Stella verður ekki nema 2ja vikna þannig að okkur finnst það svona einum of snemmt.Skrifa meira seinna og kannski verður ekki eins langt á milli eins og núna, það er jú meira að frétta þegar það er einum fleira í fjölskyldunni, en það er víst líka þannig að það er meira að gera líka þannig að það er ekkert öruggt.  Kveðja Nóni og fjölskylda.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband