Styttist í sumarfrí

Já stundum að þá lufsast ég til að kvitta í gestabækur á síðum sem ég heimsæki, þá finnst mér ég svolítið lummó að hafa enga síðu til að benda á, þar sem flest allir virðast hafa svoleiðis, þannig að ég bendi stundum á þessa. Það er samt ekkert gaman þegar er bara sett eitthvað hérna inn á 6 mánaða fresti svo ég ákvað að setja kannski inn eina, tvær myndir og blaðra eitthvað. Það er bara búið að vera ofsalega skemmtilegt vor hjá okkur og nú bíðum við bara eftir því að byrja í sumarfríi. Held samt að Nóni ætli að byrja í næstu viku til að halda áfram með þessar framkvæmdir sem við erum byrjuð á, veitir nú ekki af að fara að drífa sig svolítið svo að þetta verði nú búið fyrir veturinn Wink Það er svona ýmislegt á dagskrá fyrir sumarfríið en við ætlum að halda okkur innanlands í sumar, finnst við vera búin að þvælast nóg um heiminn nú síðustu mánuði. Vorum í París um daginn með Píu og Ása, við Pía vorum í þrítugs afmælisferð og buðum köllunum með, þetta var alveg yndisleg ferð en samt skrítið að vera svona lengi í burtu frá krökkunum.

kveðja

Bryndís


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband