Úúúúúpppsss.......

Í síðustu færslu talaði ég um að stutt væri í afmæli Davíðs og það var það, mjög stutt, ekki nema einn mánuður eða svo. Hann hefur allavega verið fljótur að líða sá tími sem farið hefur síðan þá, Davíð hélt afmælisveislu, jólin komu, áramótin (þetta vita nú allir), ég sjálfur hélt upp á afmælið mitt, svo skrapp ég til USA, svo hélt Kristinn afmælisveislu.  Það hefði nú verið gaman að buna einhverju af þessu hér inn fyrir fólka að lesa, en hvað um það?  Bryndís á bráðum afmæli og þá verður nú áreiðanlega eitthvað skemmtilegt gert ef ég þekki mína rétt. 

Bryndís er á fullu í skólanum og að skrifa lokaritgerð þannig að það er nóg að gera á þessu heimili.

Kristni gengur annars vel í skólanum og er orðinn nokkurn veginn læs og gaman að hlusta á hann lesa á hvað sem fyrir augum verður. Hann er líka byrjaður í fimleikum hjá Gerplu, Nóni og Bryndís eru líka byrjuð í ræktinni og það gengur bara nokkuð vel.

Davíð er svakalega ánægður í leikskólanum og gerir æfingar með pabba sínum heima í stofu, étur allt sem tönn á festir og þekkist á perunni. Hann talar líka og talar svo mikið reyndar að maður veðrur stundum að reyna að leiða hann af þeirri braut til að fara að hugsa um eitthvað annað.

Stella er komin með fjórar tennur og gnístir þeim svo maður fær hroll af, hún er nú farin að fá allskyns mat með okkur og er hin ánægðasta með það.  Hún er líka byrjuð að skríða og gerir það með aðra löppina fram og hina aftur sem er mjög fyndið.

Meira seinna, Nóni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband