12.7.2006 | 19:01
Nýr fjölskyldumeðlimur
Loksins loksins........það er fædd prinsessa og hún hefur fengið nafnið Stella. Stella var bara nokkuð stór eða 16 merkur og 53 cm. og hress með afbrigðum. Það sést líka langar leiðir að hún verður myndarlega með eindæmum og falleg í vextinum, rólyndis stúlka sem er þó ákveðin og virðist vita hvað hún vill. Mér sýnist hún líka ætla að verða pabbastelpa því að henni líkar vel að láta pabba sinn halda á sér ef að eitthvað amar að. Vona nú samt að hún komi til með að líkjast mömmu sinni, hún er nefnilega svo svakalega falleg, henni heilsast líka mjög vel, reyndar betur en í hin 2 skiftin og er það vel.Eins og flestir sem okkur þekkja vita að þá á Stella sér 2 eldri bræður og sá eldri breyttist nú ekki mikið þegar hún fæddist en ég get sagt ykkur í hreinskilni að sá yngri hann Davíð minn hann stækkaði um heilan helling við að fá litla systur. Það er allt í einu orðið stórmál að skifta á honum, hann hefur þyngst helling og honum finnst sennilega eitthvað leiðinlegra að láta skifta á sér heldur en áður því að hann er úti um allt. Þetta er svolítið skondið þegar að manns eigin afturendi er orðinn númer 3 í röðinni á morgnanna, ég á við að maður er búinn að þrífa og þurrka 2 rassa áður en maður fær að fara á klósettið sjálfur. Skemmtilegt. Hann Davíð verður 20 mánaða á morgun 13 júlí og er þetta búið að vera ótrúlega fljótt að líða, Kristinn er eins og allir vita 6 ára síðan í mars. Davíð talar og talar og það er virkilega gaman að heyra heilu setningarnar koma hjá honum eins og vittidi meda sem þýðir vil ekki meðal. Kristinn er farinn að geta lesið stutt orð og aðeins lengri orð líka og honum fer greinilega fram sem er líka mjög gaman.Ég sjálfur er allur að koma til í öxlinni sem var tekin í klössun um miðjan júní, skrapað af 2 beinum og eitthvað lagað eftir gamalt hnjask, nú er ég byrjaður í sjúkraþjálfun sem felst mest í því að sjúkraþjálfarinn lætur mig hafa æfingaprógram sem ég á sjálfur að fara eftir og get meira og minna gert þetta hér heima. Þetta mun taka einhverja mánuði áður en það verður fullgott. Ömmurnar Siffa og Edda eru líka að springa úr monti og tilhlökkun yfir því að vera búnar að fá nýja ömmustelpu sem þær geta byrjað að spilla. Auðvitað eru langömmurnar líka að springa úr monti en þær hinar eru svona nær og meira hérna hjá okkur. Okkur langar rosa mikið til að skreppa til Danmerkur í afmæli Svenna frænda og Önnu frænku en hún Stella verður ekki nema 2ja vikna þannig að okkur finnst það svona einum of snemmt.Skrifa meira seinna og kannski verður ekki eins langt á milli eins og núna, það er jú meira að frétta þegar það er einum fleira í fjölskyldunni, en það er víst líka þannig að það er meira að gera líka þannig að það er ekkert öruggt. Kveðja Nóni og fjölskylda.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
til hamingju öll sömul.
anna frænka
anna frænka (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 17:49
til hamingju öll sömul
anna frænka (IP-tala skráð) 17.7.2006 kl. 17:51
Til hamingju með dömuna. kv Freyja Rós og co
Freyja Rós (IP-tala skráð) 18.7.2006 kl. 13:34
Hjartanlega til hamingju með stúlkuna. Vonandi getum við kíkt við áður en við flytjum út.
Palli litli (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.