28.8.2006 | 14:10
ekkert að gerast hérna?
Jú jú hér er sko allt á fullu, strákarnir byrjaðir í skólanum voða gaman hjá þeim. Litli stubbur varð nú fyrir smá óhappi og er í gifsi upp á olnboga á hægri, hann klemmdi sig svo illa að hann þurfti að fara í spelku en brotnaði nú ekki, sem betur fer. Æ hann er voða stirðbusalegur svona með aðrahöndina alltaf út til hliðar að verja hana, en hann þarf nú ekki að vera með þetta lengi. Svo fer skólinn hjá mér bara að byrja og þá verður nú aldeilis nóg að gera hér, stundum finnst manni að það sé bara engin laus stund nema helst um miðja nótt. Læt fylgja með eina mynd af jaxlinum eins og sjá má er hann nokkuð mæðulegur með þetta.
kv Bryndís
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hæhæ, vissi ekki að þið voruð með síðu hér, rosa flott hjá ykkur!
En ætlaði bara að segja ykkur að ég er komin með bílpróf ! :) Fékk engar villur !
Knúsið krakkana frá mér !
Vala :)
Vala Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 16:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.