Skemmtileg ferð til London

Það er ekki hægt annað en að samgleðjast þeim Hraunurum því að það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að spila fyrir nöfn í bransanum og svo ekki sé talað um fyrir sjónvarp í Bretlandi.  Diskurinn þeirra "I can´t believe it´s not happieness" sem er til sölu í öllum betri hljómplötubúðum er líka að mínu mati sannkallað meistaraverk svo að maður sé nú bara hógvær. Eins og flestir vita þá er hann Svavar Knútur minn yngri bróðir svo að ætla mætti að ég væri svolítið hlutdrægur en því fer fjarri, enda er ég með eindæmum réttsýnn og sanngjarn maður að upplagi. Diskur sem á erindi inn á hvert heimili án efa. Ég er ekki hissa á að þetta lag Ástarsaga úr fjöllunum skuli komast í úrslit í svona keppni, fyrst þegar ég heyrði það hitti það mig gersamlega í hjartað, það er ekki svoleiðis með öll lögin þeirra í Hraun nei aldeilis ekki. sum þeirra hafa þurft smá spilun áður en ég hef farið að fíla þau og svo eru auðvitað kannski einhver sem hreinlega hitta ekki í mann (það eru reyndar undantekningar).  Það sem einkennir hljómsveitina Hraun fremur en annað að mínu mati er gleðin sem skín af þeim í hvívetna þegar þeir koma fram, það skemmir þó ekki fyrir því er þeir gera heiðarlegar tilraunir til að vekja hjá manni geðshræringu með textagerð sinni. Á tónleikum sem þeir halda fyrir dygga aðdáendur sína hér og hvar um bæinn er yfirleitt byrjað á alvarlegu nótunum og góðu taki náð á áheyrendum en síðan er gefið í með harðri pönkrokkgleði einhverju sem maður hreinlega hefur ekkert mótstöðuafl í líkamanum til að standast, maður fer bara að dansa af gleði og geðshræringu.

Þessir heiðursmenn spiluðu í brúkaupinu okkar Bryndísar þann 16. júní síðastliðinn við mikinn fögnuð viðstaddra og var dansað fram á nótt.

Jón Geir, Svavar Knútur, Loftur, Gummi, Hjalti og Gunni, kærar þakkir fyrir okkur öll, þið stóðuð ykkur vel í London eins og við var að búast.

 

Kv. Nóni og fjölskylda.


mbl.is Góð ferð Hrauns en þó ekki til fjár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband