16.6.2008 | 19:33
Brúðkaupsafmæli
Í dag eigum við eins árs brúðkaupsafmæli, ekkert smá hvað tíminn er fljótur að líða mér finnst ekki vera svona langt síðan allt þetta umstang var. En árið hefur verið gott fyrir hjónin og verða vonandi enn betri eftir því sem þau verða fleiri, ekki að þau hafi verið eitthvað fá hingað til, við giftum okkur þegar við vorum búin að vera saman í 10 ár þannig að nú eru þau orðin 11, já held að það sé bara nokkuð gott á nútíma mælikvarða. Nú sit ég bara og bíð spennt eftir að Nóni komi heim, búinn að vera að vinna á Höfn í viku og nú er bara spurning hvort það verði flogið á eftir svo hann komist heim í allt stuðið hér.
Vöknuðum á Hótel Borg í fyrra við 17.júní hátíðarhöld á Austurvelli ( ég hafði greinilega ekki alveg hugsað þetta atriði til enda) en það var allt í lagi og þá var ekkert annað að gera en drífa sig heim og kíkja með krakkana á hátíðarhöldin hér heima. Það er nú alltaf stuð hér í Kópavogi á þeim degi, sýnist að það stefni meira að segja í að það verði fínasta veður, þá er kannski bara að skella sér út á Rútstún og samgleðjast með hinum kópavogsbúunum og aldrei að vita nema að Herra Gunnari og fleiri skemmtilegum karakterum bregði fyrir.
kveðja Bryndís
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.