Erfið nótt og fleira.

Það var virkilega erfið nótt í nótt sem leið, aðfaranótt þriðjudags, hann Davíð okkar var nú alls ekkert á þeim buxunum að fara að sofa. Nei okkur til mikillar gleði, (eða þannig) var hann nú bara með pirring og læti í nótt og varð að sofa uppí hjá okkur. Hann byrjaði á því að æla þegar ég ætlaði að setja hann í  rúmið um ellefu leitið eftir að hafa reynt að láta hann fara að sofa að hans eigin beiðni um átta leitið. Vaknaði hann svo annað veifið í nótt og var með uppsteit en var í þann veginn að sofna þegar ég átti að fara í vinnuna svo að ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að hreyfa mig, teygði mig bara í gemsann og smsaði að mér seinkaði.

Ég (Nóni) er með mjólkursykursóþol, fæ heiftarlega í magann þegar ég fæ mér mjólk, skyr eða rjóma, þeir sem mig þekkja vita að þetta er auðvitað herfilegt fyrir mig vegna þess að mér finnst rjómi hreint ekkert sem verstur. Ég er búinn að vita þetta núna í rúma viku og hef ekkert fundið til í maganum, þetta er sennilega nýtt met síðan ég var úti í Danmörku, þá fékk ég frekar litla mjólk og lítinn rjóma en þeim mun meiri BJÓÓÓÓÓR. Þetta uppgötvaðist þegar ég fór til ofnæmislæknis og hann gerði allskyns próf á mér, það var ekki nokkur leið að ég fyndi þetta út sjálfur vegna þess að ég varð ekki alltaf slæmur svo skrítið sem það er. Fékk meira að segja ekkert í magann þegar ég drakk heilt glas af uppleystum mjólkursykri í prófinu, lækninum þótti það frekar skrítið. Nú er ég sæll og glaður og líður vel í maganum.

Kv. Nóni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband