Nýtt blog, eða blogg?

Hér ætla ég að skrifa eitthvað skemmtilegt um fjölskylduna vegna þess að ég veit að fólk sem þekkir mig vill ekkert endilega lesa um SAABUllandi  Skrítið.

Hann Kristinn er með einhverja flensu núna og kom uppí í nótt um hálf fjögur leitið sjóðandi heitur og með hálsbólgu. Hann er frekar fúll yfir að vera heima og komast ekki á leikskólann. Bryndís er komin með svolitla bollu og okkur strákunum þykir voða gaman að koma við hana og skoða, Davíð er alltaf að klappa henni og eitthvað að benda, það er engu líkara en að hann viti hvað gengur á. Annars gengur Bryndísi bara vel í skólanum og ekkert bendir til annars en að það verði svoleiðis í vor líka. Okkur strákana langar að fara norður í land um páskana og vonandi verður snjór ennþá svo að við getum farið upp í fjall og rennt okkur niður, svo er auðvitað hægt að fara á skíði á Sigló og Króknum.

Maja frænka er í heimsókn hjá mömmu og leit inn um daginn, alltaf hressandi að hitta hana. Hún fékk þó nett áfall þegar hún frétti af Jónatan vini sínum á gjörgæslu vegna hjartaáfalls, hann er nú á batavegi og er kominn af gjörgæslu.

Svo er það hann Svabbi bróðir, hann er bara að meika það og Clementine með Hraun er spilað á Rás 2 í það minnsta annan hvern dag sem er frábært, ekki skrítið vegna þess að hér er frábært lag á ferð.

Villi er að leika í söngleik þessa dagana og skemmtir sér vel við það auk þess sem hann er á fullu í Bónus um helgar að vinna við að fylla á.

 Skrifa meira seinna, Nóni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Kristinsson

Ekkert merkilegt, bara prófa.

Nóni

Jón Gunnar Kristinsson, 11.4.2006 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband